Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2018

Eyrarbakki 20110911 082Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af ICOM, alþjóðasamtökum safna og safnamanna. Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977.

Yfirskrift safnadagsins í ár er „Ofurtengslamyndun“ sem nær yfir þær fjölmörgu samskiptaleiðir sem við höfum í dag, svo sem samskipti í eigin persónu, tölvupóst, netspjall, síma og net.

read more

Marþræðir í Húsinu

Marþræðir nefnist þessi áhugaverða sýning

Marþræðir, sumarsýning Byggðasafns Árnesinga sem opnar föstudaginn 4. maí, verður tileinkuð fullveldisárinu 1918 með nýstárlegu móti. Sýningin er fullveldisárið með augum listamannsins Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur þar sem sjávargróður og önnur náttúra fyllir rýmið. Marþræðir er samspil textílverka listamanns við safneign og veitir frumlega sýn á söguna. Þótt árið 1918 hafi talist slæmt ár bæði vegna  kulda og pestar þá voru landsmenn ekki óvanir slíkum aðstæðum og kunnu að nýta sér gjafir náttúrunnar. Fjörunytjar eru mikilvægasti þráður sýningarinnar og hráefni eins og sjávargróður ásamt ullinni vísa í bjargræði fólks þegar illa áraði.

read more

Árborg – sjáðu þetta!

Í tilefni 20 ára afmælis Sveitarfélagsins Árborgar og menningarhátíðarinnar  Vor í Árborg kynnum við fjóra kjörgripi í eigu Byggðasafns Árnesinga. Einn gripur frá hverju sveitarfélagi sem stóð að stofnun Árborgar.bein

Þessir gripir eru valdir af handahófi. Ekki er gert upp á milli safnmuna Byggðasafns Árnesinga. Þeir bera allir vitni um líf, störf og menningu héraðsins. Vissulega hefur safnið ekki alla gripi sína til sýnis en varðveisluaðstaða safnsins er mjög góð og markmið starfsmanna að varðveita þá til næstu kynslóða. Allir safnmunir Byggðasafns Árnesinga og Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka eru skráðir í miðlægan gagnagrunn íslenskra safna Sarp.  Með því að fara á síðuna www.sarpur.is er hægt að fræðast um aðföng íslenskra safna, þar á meðal safnmuna Byggðasafns Árnesinga.

read more

Nýr ratleikur á fyrsta degi sumars

Eyrarbakki 20110911 082Nýr ratleikur verður í boði fyrir gesti safnsins á hátíðinni Vor í Árborg. Leikurinn fer með gesti um öll safnhús Byggðasafnsins sem eru Húsið, Eggjaskúr, Kirkjubær og Sjóminjasafn. Upplagt er fyrir fjölskylduna að heimsækja safnið með ratleikinn sem leiðarvísi. Þeir sem mæta með vegabréf fá stimpil frá okkur en einnig er hægt að nálgast vegabréf hjá okkur. Safnið er opið kl. 13 – 15  á fimmtudaginn 19. apríl (sumardaginn fyrsta) og þar á eftir er opið kl.  14 – 17 frá föstudegi fram að sunnudegi. Heitt er á könnunni og verið hjartanlega velkomin.

read more

Polskie Święta Wielkiej Nocy – Pólskir páskar í Húsinu á Eyrarbakka

heimasíða pólskir páskarPáskasýning safnsins er tileinkuð pólskum páskum.  Í borðstofu Hússins verður dregið fram það helsta sem fylgir páskahefðum í Póllandi en þar fagna flestir samkvæmt kaþólskum sið. Á sýningunni má sjá myndskreytt egg sem kallast pisanki, matarkörfu með páskamat sem er blessaður í kirkjunni á páskadagsmorgun, litríka handgerðir vendi sem eru tákn fyrir pálmagreinar og ýmislegt fleira.  Á páskum er föstunni að ljúka og tákn um vorkomu er víða sjáanlegur í páskasiðunum. Sýningin verður svo sannarlega í þeim anda.  Monika Figlarska hefur aðstoðað safnið við gerð sýningarinnar.

read more

Kyndilmessustund í Húsinu föstudaginn 2. febrúar kl. 20

Húsið austurgafl jan 2018Ásdís Jóelsdóttir lektor við HÍ og Hildur Hákonardóttir listakona verða fyrirlesarar kvöldsins á Kyndilmessu í Húsinu á Eyrarbakka föstudaginn 2. febrúar kl. 20.

Ásdís Jóelsdóttir kynnir bók sína Íslenska lopapeysan í máli og myndum. Uppruna lopapeysunnar má helst rekja til gróf- og fljótprjónaðra lopapeysa á bændur og sjómenn og  vinsælla útvistarpeysa á bæði kynin með einkennandi útprjónuðum hringlaga munsturbekkjum. Á sama tíma var hún orðin að minja- og lúxusvöru og síðar á sjötta og sjöunda áratugnum að eftirsóttri útflutningsvöru. Hversu góð söluvara lopapeysan hefur orðið má þakka því hve einföld hún er í framleiðslu og fljótunnin og er það þekking og reynsla íslenskra prjónakvenna ásamt ánægju þeirra af því að prjóna sem lagt hefur grunninn að hönnun og tilvist peysunnar.  Innihald bókarinnar byggir á víðtækri rannsókn á rituðum heimildum og ljósmyndum auk þess sem tekin voru viðtöl við fjölda aðila sem á einhvern hátt höfðu komiÍslenska lopapeysan bókarkápað að gerð og mótun peysunnar. Niðurstöður sýna að íslenska lopapeysan er séríslensk frumhönnun sem mótast hefur í samvinnu margra aðila og saga hennar og þróun er samofin samfélags-, iðnaðar-, útflutnings-, hönnunar– og handverkssögu þjóðarinnar.

read more

Jólakveðja

Húsið í þokunni

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka sendir öllum landsmönnum bestu jóla- og nýárskveðjur. Við þökkum öllum okkar gestum nær og fjær fyrir samveruna og öðrum fyrir samstarfið á líðandi ári.  Gleðileg jól.

Lóur syngja í Húsinu

LóurnarJólasýning Byggðasafns Árnesinga verður opin  sunnudaginn 10. desember kl. 13-17. Sönghópurinn Lóur tekur  lagið og syngur nokkur falleg jólalög kl. 15. Sönghópinn Lóur skipa Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Halldóra Steindórsdóttir og Elísabet Hermundardóttir, allar af svæðinu Selfoss-Hveragerði-Stokkseyri og menntaðar í tónlist. Þær munu syngja nokkur jólalög sem þær hafa æft og er Christmas carols stemming ríkjandi. Á jólasýningunni gefur að líta gömul jólatré og jólatengda muni sem safninu hefur áskotnast af fólkinu í héraðinu í gegnum tíðina.  Í öndvegi verður jólatréð frá Hruna sem Jón Jónsson í Þverspyrnu er sagður hafa smíðað fyrir jólin 1873 og talið er elsta varðveitta jólatré landsins.  Jólatréð hefur eignast tvíbura í endurgerð þess smíðaðri af Guðmundi Magnússyni í Steinahlíð árið 2017. Kaffi og smákökur að venju í eldhúsi Hússins, allir velkomnir  og aðgangur ókeypis. Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga.

BÓKAUPPLESTUR OG JÓLASÝNING

This gallery contains 6 photos.

jolasyning

Jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga er búin að vera árviss viðburður í 25 ár og verið fastur hluti af starfsemi safnsins.  Ekki verður brugðið út af venjunni frekar en áður  og jólin á safninu halda innreið sína með sínum föstu liðum sem eru jólasýning og bókaupplestur.
Lesið verður úr nýútkomnum bókum í stássstofu Hússins á Eyrarbakka laugardaginn 2. desember kl. 16-18. Fimm rithöfundar lesa úr verkum sínum. Guðríður Haraldsdóttir les úr bókinni  Anna Eins og ég er um magnað lífshlaup Önnu Kristjánsdóttur. Einar Már Guðmundsson les úr sinni eldfjörugu skáldsögu Passamyndum.  Guðmundur Brynjólfsson les svo úr skáldsögu sinni Tímagarðurinn um reynsluheim íslenskra karlmanna.  Margrét Lóa Jónsdóttir kynnir og les úr ljóðabókinni biðröðin framundan. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir færir okkur inn í heim formæðra sinna í bókinni Það sem dvelur í þögninni.
Jólasýning safnsins verður opin sama dag kl. 13-16 og músastiga-vinnusmiðja verður í Kirkjubæ kl. 13-15. Á jólasýningunni gefur að líta gömul jólatré og jólatengda muni sem safninu hefur áskotnast af fólkinu í héraðinu í gegnum tíðina.  Í öndvegi verður jólatréð frá Hruna sem Jón Jónsson í Þverspyrnu er sagður hafa smíðað fyrir jólin 1873 og talið er elsta varðveitta jólatré landsins.  Jólatréð hefur eignast tvíbura í endurgerð þess smíðaðri af Guðmundi Magnússyni í Steinahlíð árið 2017.
Jólasýningin verður svo opin sunnudagana 3. og 10. des. kl. 13-17 og hópar eftir samkomulagi. Sönghópurinn Lóurnar tekur  lagið sunnudaginn 10. desember kl. 15 og syngur nokkur falleg jólalög.
Kaffi og smákökur að venju í eldhúsi Hússins, allir velkomnir  og aðgangur ókeypis.

read more

1 2 3 13