Uncategorized

Spænska veikin lagði Gest á Hæli að velli

Vinnukladdi Eiríks Gíslasonar í Gunnarshólma.

Vinnukladdi Eiríks Gíslasonar í Gunnarshólma.

Í fórum  Byggðasafns Árnesinga er að finna vinnukladda Eiríks Gíslasonar trésmiðs sem bjó á Eyrarbakka. Þar kemur glögglega fram um verkefni þau sem hann tók að sér hvort sem þau voru stór eða smá.  Þær voru óvenjumargar líkkisturnar sem Eiríkur smíðaði árið 1918 þegar spænska veikin gekk yfir. Frá október fram í desember smíðaði Eiríkur átta kistur. Verkstæði Eiríks var í kjallara Gunnarshólma, reisulegs timburhúss þar sem hann bjó og enn stendur við aðalgötuna  á Eyrarbakka.

read more

Árborg – sjáðu þetta!

Í tilefni 20 ára afmælis Sveitarfélagsins Árborgar og menningarhátíðarinnar  Vor í Árborg kynnum við fjóra kjörgripi í eigu Byggðasafns Árnesinga. Einn gripur frá hverju sveitarfélagi sem stóð að stofnun Árborgar.bein

Þessir gripir eru valdir af handahófi. Ekki er gert upp á milli safnmuna Byggðasafns Árnesinga. Þeir bera allir vitni um líf, störf og menningu héraðsins. Vissulega hefur safnið ekki alla gripi sína til sýnis en varðveisluaðstaða safnsins er mjög góð og markmið starfsmanna að varðveita þá til næstu kynslóða. Allir safnmunir Byggðasafns Árnesinga og Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka eru skráðir í miðlægan gagnagrunn íslenskra safna Sarp.  Með því að fara á síðuna www.sarpur.is er hægt að fræðast um aðföng íslenskra safna, þar á meðal safnmuna Byggðasafns Árnesinga.

read more

Teiknum Andann

ANEQSAAQ Tura Ya Moya containerproject Workshop Greenland

Anersaaq – Andi á Eyrarbakka

Þú í myndinni og Mitt umhverfi – vinnusmiðjur barnanna

föstudaginn 26.8.  kl.16:00 -18:00

Tura Ya Moya workshop

Þú í myndinni – málum litlar gler- skyggnumyndir í ólíkum litum. Vörpum síðan myndinni á vegg og ljósmyndum listamanninn inn í eigin verki.

Mitt umhverfi   Teiknum andann á Eyrarbakka með ólíkum aðferðum. Notum nokkuð frjálsar leið við að gera myndverk sem sýna á einhver hátt umhverfi okkar. Hvað sérðu á Eyrarbakka? Fólk, fugla, sjó, hús, pöddur eða plöntur.

read more

Söfnin á Eyrarbakka í sumarblóma

IMG_4393Hvað er sniðugra en að gera sér ferð á Eyrarbakka og líta á söfnin sem þar er að finna? Húsið, Kirkjubær og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka taka vel á móti þér og þar er opið kl 11-18 alla daga í sumar.

Í Húsinu er sögð saga þessa merka húss sem byggt var 1765 og er í hópi elstu húsa á Islandi. Það var kaupmannssetur frá upphafi til 1927 þegar Eyrarbakki var verslunarstaður Sunnlendinga. Hægt er að skoða þessa merku byggingu hátt og lágt og er sagan við hvert fótspor. Í borðstofunni er sumarsýningin Dulúð í Selvogi.  Í viðbyggingunni Assistentahúsinu eru valdir þættir úr sögu héraðsins kynntir gestum og má þar m.a. sjá nýja sýningu um Vesturheimsferðir. Fyrir norðan Assistentahúsið er Eggjaskúrinn með áhugaverðri náttúrusýningu.

read more

Erindi á fimmtudagskvöld: Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál

gudni 15 04 2016 Sigtryggur Ari JóhannssonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands kemur í Húsið á Eyrarbakka fimmtudaginn 28. apríl 2016 og flytur erindið „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál“. Erindið hefst kl. 20 og ræðir Guðni um embætti forseta Íslands, hvernig þeir sem hafa gegnt því hafa mótað það í áranna rás og hvaða áskorunum þeir hafa mætt hverju sinni. Sagðar verða sögur af fyrri forsetum til að lýsa embættinu nánar. Guðni hefur mikið ritað um fyrrverandi forseta Íslands og eftir hann er m.a. rit um forsetatíð Kristjáns Eldjárns 1968-1980. Hann vinnur nú að bók um forsetaembættið.

read more

Opnun á Vori í Árborg

OLYMPUS DIGITAL CAMERASéropið verður á safninu frá föstudegi  til sunnudags frá 12.00 -17.00  í tilefni  af bæjarhátíðinni Vor í Árborg. Auk fastra sýninga safnsins er vert að skoða sýninguna Konur á vettvangi karla sem er í borðstofu Hússins. Tónlistarviðburður verður í stássstofunni á laugardaginn kl. 14.00 þegar Erna Mist og Magnús Thorlacius sem mynda tvíeykið Amber flytja tónlist sína.

Bakkinn með tvenna tónleika í stofunni

Svipmynd úr stofunniAlþýðutónlistarhátíðin Bakkinn hefst á sumardaginn fyrsta á samsöng í Húsinu. Fólk safnast saman í stássstofunni kl. 14.00 og tekur lagið saman við píanóundirleik. Annar tónlistarviðburður verður í stássstofunni á laugardaginn kl.14.00 þegar Erna Mist og Magnús Thorlacius sem mynda tvíeykið Amber flytja tónlist sína. Engin aðgangseyrir er á viðburðina. Þetta er í þriðja sinn sem Bakkinn er haldinn og vart betri leið til að opna hátíðina en að leyfa söngnum að óma í Húsinu sem var vagga tónlistar fyrr á tímum. Tónlistarhátíðin stendur yfir í fjóra daga og frábært tónlistarfólk mætir til að skemmta gestum. Nánari dagskrá má sjá hér

read more

Páskasýning: Konur á vettvangi karla

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka er opið um páskana. Fimmtudaginn 24. mars opnar sýningin Konur á vettvangi karla í borðstofu Hússins.

??????????????Konur á vettvangi karla er sýning sett upp af Héraðsskjalasafni Árnesinga og er um leið afmælissýning safnsins sem fagnaði 30 ára afmæli á síðasta ári. Undirstaða sýningarinnar er unnin upp úr safnkosti héraðskjalasafnsins. Sjónum er beint að konum sem voru og eru búsettar hér í sýslunni. Tekin eru dæmi um konur sem fengu og konur sem fengu ekki kosningarétt ýmist vegna samfélagslegrar stöðu sinnar eða aldurs. Á sýningunni er rakin þátttaka sunnlenskra kvenna í stjórnmálum bæði á sveitarstjórnarstiginu og í landsmálapólitík. Nefndar eru fyrstu konurnar sem sátu sem pólitískt kjörnir fulltrúar íbúa í sínum sveitarfélögum sem aðalmenn í hreppsnefndum, oddvitar, þingkonur og ráðherrar. Þróunin er sett saman við þróunina á landsvísu og bent á ýmsa þætti sem höfðu áhrif á aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum og á að konur byrjuðu að ryðja sér braut inn á vettvang karla.

read more

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka

???????????????????????????????

Byggðasafn Árnesinga sér um rekstur Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka. Í safninu eru munir frá Eyrarbakka með áherslu á sjósókn, iðnað og félags- og menningarsögu síðustu 120 ára. Stærsti og merkasti safngripurinn er áraskipið Farsæll, sem Steinn Guðmundsson skipasmiður á Eyrarbakka smíðaði fyrir Pál Grímsson, útvegsbónda í Nesi í Selvogi. Steinn var helsti skipasmiður á Suðurlandi í lok 19. aldar og byrjun 20. aldar og smíðaði hann yfir 400 skip og báta á sínum starfsferli. Farsæll er tólfróinn teinæringur með sérstöku lagi, sem Steinn innleiddi á báta sína og kennt hefur verið við hann og nefnt Steinslag. Það bátalag tók mið af aðstæðum í brimverstöðvunum á Suðurlandi, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn og Selvogi, og þótti henta mjög vel þar.

read more